Upplýsingar til sauðfjárbænda

Í haust dreifðu ráðunautar fréttabréfi með ýmsum upplýsingum til sauðfjárbænda þegar þeir voru á ferðinni að dæma lömb. Var bæklingi þessum vel tekið og margir lýstu ánægju sinni með hann. Hann er nú orðinn aðgengilegur hér á heimasíðunni.

Meðal efnis eru upplýsingar um stöðu á kynbótamati sæðingastöðvahrútanna, pistlar um notkun á Jörð.is, mikilvægi heyefnagreininga, gátlisti fyrir hauststörfin, upplýsingar um afkvæmarannsóknir og um ráðgjöf og fræðslu sem í boði er fyrir sauðfjárbændur. Hægt er að skoða bæklinginn í meðfylgjandi tengli. 

Fréttabréf til sauðfjárbænda 

ee/okg