Verð á vor- og haustbókum

Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hækkuðu vorbækurnar í ár, úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk. Ástæðan er sú að með tilkomu riðufánana þarf nú að prenta bækurnar í lit sem er dýrari prentun en svarthvít prentun.

Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðju og verðlagðar þannig að þær standi undir kostnaði við prentun og umsýslu við útsendingu þeirra. Verð á haustbókum fer nú einnig úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk þar sem þær verða nú einnig prentaðar í lit. Við munum hins vegar í ár taka upp sérstakt verð fyrir stakar bækur sem prenta þarf utan venjulegs prenttíma, einfaldlega vegna þess að það er miklu dýrara að láta prenta eina bók í einu í stað margra. Þessar bækur munu héðan í frá kosta 5000 kr/án vsk. 

Ekki er hægt að prenta haustbók fyrr en búið er að skila vorgögnum og síðasta sending verður því sett í prentun strax eftir 20. ágúst sem er skiladagur vorgagna samkvæmt reglugerð. Að sjálfsögðu geta þeir sem ekki eru búnir að skila á þessum tíma fengið prentaðar haustbækur eftir að þeir skila vorgögnum en fyrir þær bækur verður þá að greiða 5000 kr/án vsk eins og fram kemur hér að ofan. 

/okg