26% samdráttur í útsendingu hrútasæðis milli ára

Klettur 13-962
Klettur 13-962

Nú er lokið sæðingaverðtíðinni og er talsverður samdráttur í útsendingu sæðis milli ára. Alls sendu stöðvarnar út 33.200 skammta nú í desember. Í desember 2016 voru sendir út 45.000 skammtar og í desember 2015 voru sendir út 48.000 skammtar.

Það er ekki nýtt að samdráttur verði í útsendingu sæðis þegar er niðursveifla í búgreininni líkt og nú er. Það sýna gögn frá fyrri árum þegar afurðaverð hefur lækkað – þá verður líka samdráttur í útsendingu sæðis. Hins vegar er aldrei mikilvægar en nú að stunda öflugt ræktunarstarf og eiga sem hagkvæmasta gripi sem framleiða sem mest fyrir sem minnstan tilkostnað – þar höfum við sýnt mikinn árangur undanfarin ár og gerum vonandi áfram á komandi árum.

Alls náður 13 hrútar 1000 útsendum skömmtum eða meira – þeir eru:

Mávur 15-990 frá Mávahlíð, Snæfellsnesi (1.835 skammtar) – S
Lási 13-985 frá Leifsstöðum, Öxarfirði (1.500 skammtar) – S
Bjartur 15-967 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum (1.485 skammtar) - V
Burkni 13-951 frá Mýrum 2, Hrútafirði (1.405 skammtar) – S
Gutti 13-984 frá Þóroddsstöðum, Hrútafirði (1.355 skammtar) – V
Klettur 13-962 frá Borgarfelli, Skaftártungu (1.328 skammtar) - V
Óðinn 15-992 frá Skörðum, Miðdölum (1.220 skammtar) – S
Tvistur 14-988 frá Hríshóli, Eyjafjarðarsveit ( 1.195 skammtar) - V
Dreki 13-953 frá Hriflu, Þingeyjarsveit (1.170 skammtar) – S
Blær 11-979 frá Kambi, Reykhólasveit (1.105 skammtar) - V
Fáfnir 16-995 frá Mýrum 2, Hrútafirði (1.090 skammtar) – S
Móri 13-982 frá Bæ 1, Árneshreppi (1.088 skammtar) - V
Frosti 14-987 frá Ketilseyri, Dýrafirði (1.084 skammtar) - V

/eib