Ábendingar varðandi dómayfirlit í Fjárvís

Nokkuð hefur borið á því í haust að notendur Fjárvís hafi lent í basli með að opna dómayfirlitið í Excel. Hér eru örstuttar leiðbeiningar um það hvaða leið er hægt að fara.

Þegar smellt er á Sækja skrá undir Dómayfirlit þá er sótt skrá sem er á csv formi.

Til að opna hana þannig að allar upplýsingar komi réttar er best að opna Excel, velja data – from text/csv, velja skrána fyrir dómayfirlitið úr downloads og velja do not detect data types undir data type detection sem kemur lengst til hægri í gluggann.

Þetta er stillingaratriði í Excel í hverri tölvu og því miður ekki hægt að breyta þessu Fjárvís-megin. Þetta tryggir að allar tölur koma réttar, en einhverjir hafa verið að lenda í því að Excel spái fyrir um gagnagerð og ákveði að t.d. einkunnir fyrir ull séu ekki tölur heldur dagsetningar.

/hh