Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Eitt helsta verkefni ráðunauta þessa dagana er að leiðbeina bændum við val á áburði og oftar en ekki endar sú ráðgjöf á því að útbúin er áburðaráætlun í Jörð.is. Mikilvægt er að forsendur áburðaráætlunar séu sem bestar og því þurfa bændur og ráðunautar að leggja saman krafta sína svo áætlunin verði sem best.

Af þessu tilefni hafa ráðunautarnir Sigríður Ólafsdóttir og Kristján B. Jónsson tekið dagana 12. - 14. febrúar frá, vilji bændur mæla sér mót við þau til að fá aðstoð við skráningu á forsendum í Jörð.is og við gerð áburðaráætlunar.

Þann 12. febrúar verða þau á starfsstöð RML á Hvolsvelli og dagana 13. og 14. febrúar á Selfossi.

Hægt er að panta viðtalstíma í síma 516-5041 (Sigríður) eða í gegnum netfangið so@rml.is.

bpb/okg