Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019

Helstu niðurstöður úr verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ fyrir árin 2017-2019 liggja nú fyrir og hafa allir þátttakendur fengið senda skýrslu með niðurstöðum fyrir sitt bú. Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019. Úr þeim upplýsingum sem komu frá bændum var því unnt að vinna ítarlegar greiningar á rekstri búanna og jafnframt gefa bændum kost á að bera gögnin sín saman við önnur þátttökubú, ásamt því að skoða ýmsa þætti skýrsluhalds.
Í niðurstöðum verkefnisins ber helst að telja að mikill breytileiki er í afkomu búanna og þar með mikil sóknarfæri í því að skoða, bæta og breyta bústjórn á sauðfjárbúum. Miðað við niðurstöður hafa búin með mesta framlegð (500 kindur) um 5 milljónum krónum meira til að greiða fastan kostnað, laun og borga af lánum en sambærileg bú sem hafa lakari framlegð.
Í viðhengi er yfirlit yfir helstu niðurstöður verkefnisins en greinin birtist einnig í Bændablaðinu 25. mars 2021.

Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019