Afurðatjón vegna Covid-19

Á Bændatorginu er nú hægt að skrá afurðatjón bænda og ferðaþjónustubænda undir liðnum "Afurðatjón bænda v/Covid-19". Þar er hægt að skrá inn það tjón sem bændur telja sig hafa orðið fyrir og rekja má til covid 19. Hægt er að skrá afurðatjón, kostnað vegna breytinga á vinnuliðum, vegna heimaveru starfsfólks, tapaðar gistinætur ofl. Skráningarnar verða notaðar til að leggja mat á það tjón sem bændur kunna að verða fyrir og í framhaldinu til að sækja fjármagn til þess að koma til móts við það. Ekki hafa fengist nein vilyrði fyrir bætingu tjóns en bændur eru hvattir til þess engu að síður að skrá allt tjón niður.

Ef spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við RML sem mun halda utan um skráningarnar. Síminn hjá RML er 516-5000 og netfangið er rml@rml.is. 

Sjá nánar

Bændatorg

klk/okg