Agrobiogen býður upp á greiningar á Þokugeni

Agrobiogen býður upp á greiningar á Þokugeni 

Nú er verið í óðaönn að taka sýni úr sauðfé og senda til greiningar til að skoða arfgerðir príonpróteinssins (upplýsingar um næmi kinda fyrir því að taka upp riðusmit).  En það er ýmislegt fleira en „riðuarfgerðargreiningar“ sem hægt er að láta greina.  Hin mikilvirki frjósemiserfðavísir sem þekktur er sem „Þokugen“ er er hægt að prófa en Matís hefur um árabil boðið upp á greiningar á þessum eiginleika. 

Hér með tilkynnist að Agrobiogen er einnig farið að bjóða upp á greiningar á Þokugeni.  En Agrobiogen er greiningaraðilinn í Þýskalandi sem RML hefur verið í samstarfi við og tekur á móti vefjasýnum úr eyra. 

Verð á þessum greiningum er 3.000 kr + vask ef eingöngu á að greina þokugenið.  Ef jafnframt er um „riðuarfgerðargreiningu“ að ræða þá bætist við 2.500 kr. við riðuarfgerðargreininguna (verða þá alls 5.500 kr. + vsk. ).  Hægt er að fá þokugens greiningu á sýnum sem þegar hafa verið send til fyrirtækisins til greiningar en það á við um öll sýni sem senda hafa verið út í haust og hluta þeirra sem fóru þangað sl. vetur.  Þessi verðskrá verður endurskoðuð eftir 15. nóvember. 

Ef verið er að skila inn sýnum hér eftir og ætlunin er að fá þokugensgreiningu, þá er best að hafa þau sýni sér í poka og láta fylgja með upplýsingar um hvort greina eigi eingöngu Þokugenið eða bæði þokugenið og fá riðuarfgerðargreiningu.  Jafnframt þarf að merkja þetta inn á fylgiblaðið.  Ef um ræðir sýni sem þegar eru farin til greiningar, er best að senda tölvupóst á ee@rml.is.

/agg