Álag á jörð.is framundan

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er til 20. október sem að þessu sinni er laugardagur. Það eru því aðeins fjórir dagar til stefnu. Þrátt fyrir það er núna aðeins búið að skrá jarðræktarskýrslu á um þriðjung þeirra búa sem skiluðu skýrslum í fyrra en skil á jarðræktarskýrslu er forsenda þess að hægt sé að sækja um styrkina.
Undanfarna daga hafa starfsmenn RML aðstoðað bændur við skráningar á skýrsluhaldinu og skráð jarðræktarskýrslur fyrir þá sem þess hafa óskað. Ef bændur telja sig þurfa aðstoð ráðunauta við skýrsluhaldið ættu þeir að hafa samband sem allra fyrst því það er naumur tími til stefnu.

 

hh/bpb