Angus-nautkálfarnir seldir

Draumur 18402
Draumur 18402

Tilboð í Aberdeen Angus-nautkálfana á einangrunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti voru opnuð í morgun og bárust alls 12 tilboð. Öll tilboðin hljóðuðu upp á tilboð í alla kálfana. Frá þessu er greint á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Eftir yfirferð tilboða kom í ljós að dýrasti kálfurinn fór á 2.065 þúsund kr. og sá sem var ódýrastur fór 1.350 þúsund kr. Alls voru kálfarnir seldir fyrir 8.952 þúsund kr og meðalverð því 1.790 þúsund kr. Allar tölur eru án vsk.

/gj