Átta naut úr 2017 árgangi til dreifingar

Álfur 17045
Álfur 17045

Átta naut úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar hér á vefinn. Þetta eru Gyrðir 17039 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði undan Dropa 10077 og Nivikku 921 Hjarðadóttur 06029, Álfur 17045 frá Hjálmholti í Flóa undan Dropa 10077 og Álfadís 787 Laufássdóttur 08003, Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023, Ra 17047 frá Káranesi í Kjós undan Úranusi 10081 og Flórídu 491 Koladóttur 06003, Hirðir 17049 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi undan Strák 10011 og Sóldögg 845 Baldadóttur 06010, Barón 17049 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Úlla 10089 og Dísu 639 Laufássdóttur 08003, Trutti 17051 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi undan Úranusi 10081 og Skessu Laufássdóttur 08003 og Snúlli 17054 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Úlla 10089 og Stássu 534 Lagardóttur 07047.

SpermVital-sæði er til úr öllum þessum nautum nema Trutta og Snúlla og hvatt er til notkunar á því þar sem það hefur sýnt sig reynast vel á vandamálkýr og við samstillingar en þá má notast við eina sæðingu með sama árangri og við tvísæðingar. Við næstu sæðistöku til blöndunar í SpermVital er ætlunin að taka úr Trutta og Snúlla. Dreifing er hafin á ákveðnum svæðum úr nokkrum þessara nauta og hefst fljótlega á öðrum svæðum.

Vakin er athygli á að meðal þessara nauta eru fyrsti sonur Stráks 10011 sem kemur til dreifingar.

Ungnautaspjöld með hefðbundnum upplýsingum eru að koma úr prentun og mun í framhaldinu verða dreift til bænda á hefðbundinn hátt. Þau eru einnig aðgengileg sem pdf-skjöl hér á vefnum eins og venja er. Athugið að á þeim er sú villa að heildareinkunn móður Trutta er sögð 103 en hið rétta er að hún er 107.

/gj