Auka-Miðsumarssýning/Miðsumarssýning IV

Fyrirhugað er að bjóða þeim knöpum/hrossum sem ekki tókst að þjónusta á Miðsumarssýningu III á Hellu (25.-29. júlí) til sérstakrar auka-miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum dagana 11. til 13. ágúst (mið.-fös.); að því gefnu að kynbótasýningahald þessara daga gangi ekki gegn fyrirmælum stjórnvalda/almannavarna.

Hollaröð fyrir þessa dómadaga verður birt svo fljótt sem verða má en ítrekað að sýningin er einvörðungu ætluð þeim aðilum sem urðu frá að hverfa vegna niðurfellingar dómadaga á Miðsumarssýningu III. Dómum var hætt á Hellu í miðju kafi Miðsumarssýningar III vegna Covid-19.

Þá hefur skráningarfrestur til síðsumarssýninga (Hólar – Hafnarfjörður - Hella) verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 9. ágúst - í stað 6. ágúst, í ljósi þeirrar óvissu sem ríkt hefur og er e.t.v. ekki afstaðin.

/hh