Birting arfgerðagreininga á næmi fyrir riðusmiti í Fjárvís.is

Nú er búið að lesa inn í Fjárvís niðurstöður úr riðuarfgerðagreiningum fyrir allar kindur sem búið er að greina og hægt var að lesa niðurstöður inn fyrirhafnarlaust.  Enn eiga eftir að koma upplýsingar úr sýnum sem þurft hefur að endurgreina og öllum sýnum sem fóru í greiningu eftir 20.  maí. 

Hægt er að sjá niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum en til frekari upplýsinga hefur verið sett upp litakerfi sem sem lýsir á einfaldan hátt næmi fyrir riðusmiti og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi gripi í ræktunarstarfinu.  Í þeim sýnum sem farið hafa í greiningu síðasta árið eru greind 6 sæti, þau þrjú sem þekkt voru og þrjú önnur sem gætu skipt máli varðandi næmi fyrir riðusmiti en í eldri niðurstöðum sem einnig eru inni í Fjárvís er aðeins greining fyrir 2 sæti.  

Fyrir samsettu arfgerðirnar úr þeim þrem sætum sem þekkt er að hafi áhrif í íslenska sauðfjárstofninum hefur verið sett upp litakerfi og má finna nánari skýringar á því með því að smella hér: Arfgerðaflögg í Fjárvís