Breytingar á nautum í notkun

Simbi 19037. Mynd: NBÍ
Simbi 19037. Mynd: NBÍ

Þau þrjú naut sem fagráð í nautgriparækt ákvað í byrjun maí kæmu ný til notkunar eru nú komin í dreifingu um land allt. Þetta er þeir Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089, Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051 og Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. 

Úr notkun fara samhliða Búkki 17031, Ós 17034 og Keilir 20031 en þessi naut eru ýmist búin að vera alllengi í notkun eða merki um dvínandi notkun farin að sjást.

Bent er á að Pinni 12029 er skyldur Tindi 19025 en móðir Tinds, Sylla 1747, er móðurmóðir Pinna 12029.

Þá er vakin athygli á að til boða stendur Spermvital-sæði úr Óðni 21002, Hákoni 21007, Kalda 21020 og Pinna 21029 af þeim nautum sem eru í notkun. Auk þess er Spermvital-sæði í dreifingu úr Smára 21003, Skjálfta 21006, Knapa 21008, Grímsa 21010, Feyki 21023, Þristi 21036, Kát 21038, Stalli 21041 og Jask 21042.

Nánari upplýsingar um öll þessi naut er að finna á nautaskra.is.