Breytingar á símsvörun hjá RML

Frá stofnun RML árið 2013 og út árið 2018 hefur öllum símtölum í beina númer fyrirtækisins 516 5000 verið svarað hjá Bændasamtökum Íslands í Reykjavík eða á Búgarði á Akureyri. Þann 2. janúar 2019 urðu þær breytingar að símtölum sem berast RML í aðalnúmerið er nú svarað beint af ráðunautum RML sem hafa frá fyrstu hendi góðar upplýsingar um verkefni og annað sem viðskiptavinur leitar eftir.

Þetta er tilraunaverkefni þar sem hugmyndin er að stytta biðtíma og afgreiðslutíma erinda og veita viðskiptavinum þjónustuna fyrr þegar fyrirspurnir koma inn. Það er stór hópur starfsmanna RML sem sinnir þessu verkefni og skiptir með sér verkum. Við vonum að þetta mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar.

Fljótlega verður einnig hægt að svara stuttum fyrirspurnum í gegnum netspjall á heimasíðu RML og eins og áður verður hægt að senda fyrirspurnir og beiðni um þjónustu í gegnum heimasíðuna www.rml.is eða á netfangið rml@rml.is.

Um leið og við þökkum starfsfólki Bændasamtaka Íslands og Búgarðs sem sáu um símsvörun, fyrir góða þjónustu við okkur þessi 6 ár, þá vonumst við að þessi breyting mælist vel fyrir hjá viðskiptavinum RML.

hh/okg