Breytingar á starfsmannahaldi

Runólfur Sigursveinsson ráðunautur hefur látið af störfum hjá RML eftir að hafa starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun árið 2013. Lengst af gegndi hann stöðu fagstjóra á rekstrarsviði en síðustu ár hefur hann starfað sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði.

Runólfur starfaði áður hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í um 20 ár sem ráðunautur og þar á undan sem kennari á Hvanneyri í tæp 12 ár.

Starfsfólk RML þakkar Runólfi gott og farsælt samstarf og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.