Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Í dag þann 22. apríl tekur gildi ný verðskrá fyrir þjónustu RML. Á stjórnarfundi RML þann 11. apríl síðastliðinn, voru samþykktar breytingar á verðskrá RML. Verðskráin er tvíþætt í þeim skilningi að ákveðinn hluta verðskrár getur stjórn breytt en annar hluti er háður samþykki atvinnuvegaráðuneytisins.
Þær verðskrár sem háðar eru samþykki ráðherra eru lögbundið skýrsluhald, verð á útseldri ráðgjöf til bænda og verð fyrir kynbótasýningar.
Þegar verð eru hækkuð er horft til útkomu einstakra verkefna en að sama skapi reynt að halda verðhækkunum í hófi og þá er yfirleitt miðað við hækkun vísitölu síðasta árs á undan.
Almennt er því verðskrá að hækka um 5% en hækkun var meiri á lögbundinni áskrift skýrsluhaldskerfa en þau hækkuðu ekki í fyrra. Einnig verður meiri hækkun fyrir áskrifendur skýrsluhaldsforrita sem ekki eru aðilar að Bændasamtökunum. Þeir sem eru aðilar að BÍ fá nú 50% afslátt miðað við fullt verð til þeirra sem standa utan.
Almenn verðskrá til bænda svo og komugjald hækkar um 5%. Kynbótasýningar hækka um tæp 10% þar sem ekki fékkst leyfi í tíma á síðasta ári til vísitöluhækkunar.
Hægt er að kynna sér verðskrána á heimasíðu RML undir verðskrá.
Sjá nánar:
/hh