Breyttar forsendur fyrir útflutningi á heyi til Noregs

Enn hafa orðið breytingar á þróun mála varðandi útflutning á heyi til Noregs en nú þurfa allir bændur sem selja hey til Noregs að skrá sig sem fóðursala hjá MAST samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar í Noregi. Þetta er gert í gegnum umsókn 1.03 á þjónustugátt MAST, sjá tengil hér neðar.

Á vef Matvælastofnunar má sjá uppfærða fyrri frétt þeirra varðandi málið: "Eftir nánari athugun hafa lögfræðingar Mattilsynet í Noregi nú komist að þeirri niðurstöðu að útflutningur á heyi frá Íslandi falli undir ákvæði um frjálst flæði vöru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Vegna þessa þarf ekki að gefa út heilbrigðisvottorð við útflutning. Heilbrigðisvottorð sem Matvælastofnun hefði annars gefið út þurfa ekki fylgja sendingum af heyi til Noregs eins og Norðmenn kröfðust áður. Þar með eru heldur engar takmarkanir á því hvaða uppskipunarhöfn er notuð í Noregi. Þeir sem framleiða og selja hey til Noregs skulu vera skráðir hjá Matvælastofnun að kröfu Mattilsynet".

Sjá nánar
Fréttin í heild á vef matvælastofnunar, uppfærð 14. ágúst
Sækja um skráningu fóðurfyrirtækis og/eða fóðursala í þjónustugátt Matvælastofnunar (umsókn 1.03)

klk/okg