Dagatal RML

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast fólki. Að venju er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum.

Því miður slæddist leiðinleg villa í dagatalið en þar má sjá rangar upplýsingar um frídaga frjótækna dagana 14. og 16. apríl. Þessir frídagar áttu að vera skráðir á 30. mars og 1. apríl en það eru föstudagurinn langi og páskadagur. Vonandi mun þetta ekki koma að sök.

/okg