Dagatal RML 2022

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Dagatalið inniheldur upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Dagatalið var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð og er það von okkar að það komi að góðum notum.

/okg