Dreifing sæðis úr Angus-nautunum Jóakim og Jenna hafin

Jóakim 21403. Mynd: Halla Eygló Sveinsdóttir
Jóakim 21403. Mynd: Halla Eygló Sveinsdóttir

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Jóakim 21403 og Jenna 21405 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Jóakim 21403 og Jenni 21405, eru báðir undan Jens av Grani NO74061. Móðurfaðir Jóakims er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Jenna er Horgen Erie NO74029. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.is auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.

Vonir standa til að innan skamms verði hægt að bjóða upp á sæði úr fleiri Angus-nautum fæddum 2021.