Einungis sköpulagsdómar á Hólum í dag, 10.06. - sjá frétt

Kynbótasýningin sem fram fer á Hólum, og hófst í dag, leggur aðeins öðruvísi af stað en venja er. Í dag, mánudag, er einungis verið að sköpulagsdæma hross (sem vera áttu á mánudag og þriðjudag) og á morgun, þriðjudag, koma þessi sömu hross til reiðdóms. Aðrir dagar verða með hefðbundnu sniði. Sýningarstjóri biðlar til knapa og umráðamanna hrossa að vera með puttann á púlsinum til að allt megi ganga sem best.

/agg