Er jarðræktarskýrsluhaldið í Jörð.is skráð?

Þessa dagana eru töðugjöld haldin víða um land eftir gott heyskaparár. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningum á jarðræktarskýrsluhaldinu í Jörð.is.

Þó svo að uppskeran sé ef til vill ekki öll komin í hús eða plast þá er skynsamlegt að ganga frá skráningum á ræktun, áburðargjöf og a.m.k. fyrsta slætti sem fyrst, þannig að létt verk verði að klára skráningar tímanlega fyrir umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslur sem er 1. október.

Garðyrkjubændur þurfa að hafa hraðann á því umsóknarfrestur um styrki vegna útiræktaðs grænmetis og kartöflur rennur út 15. ágúst. Þá þarf að vera búið að skrá upplýsingar um ræktun, áburðargjöf og varnarefnanotkun. Upplýsingar um uppskeru þarf síðan að skrá samhliða upptöku, fram eftir hausti.
Þeir sem þurfa að láta lagfæra túnkort eða fá aðra aðstoð við skýrsluhaldið eru hvattir til að hafa samband við RML sem fyrst.

/hh