Fagfundur sauðfjárræktarinnar og ráðstefna í tilefni 80 ára afmælis Tilraunabúsins á Hesti

Hinn árlegi fagfundur sauðfjárræktarinnar, sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir, verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), fimmtudaginn 21. mars. Fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að dagskrá ljúki eigi síðar en kl. 17:00.

Erindi þar verða fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins. Fundinum verður streymt og munu nánari upplýsingar um það birtast síðar.

Í kjölfar fagþingsins stendur Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir 80 ára afmælisráðstefnu Tilraunabúsins á Hesti. Ráðstefnan byrjar að Hesti klukkan 18:00 fimmtudaginn 21. mars með áhugaverðum erindum sem rekja sögu búsins og undirstrika mikilvægi þess fyrir íslenska sauðfjárrækt í gegnum tíðina. Að þessum erindum loknum verða veitingar og sögustund í fjárhúsunum í boði LbhÍ.

Afmælisráðstefnan mun síðan halda áfram í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal), föstudaginn 22. mars frá 9-17. Fyrri hluti dagskrárinnar gengur út á að rifja upp og skýra áhrifin af starfsemi Tilraunabúsins á Hesti síðustu 80 árin. Í seinni hluta dagskrárinnar er horft til framtíðar varðandi áherslur á komandi áratugum, hvernig búið og sú starfsemi LbhÍ og samstarfsaðila sem tengist sauðfjárrækt getur nýst greininni sem allra best.

Viðburðirnir eru opnir öllum. Nánari upplýsingar og dagskrá munu birtast í Bændablaðinu 7. mars. Hægt verður að kaupa hádegismat í mötuneytinu á Hvanneyri báða dagana en veitingar á Hesti á fimmtudagskvöldi og afmæliskaffi í lok ráðstefnunnar á föstudeginum verða í boði LbhÍ. Mjög mikilvægt er að fá skráningar í matinn fyrirfram, í síðasta lagi 15. mars, til að áætla megi fjölda sem réttast. Skráningar verða á:

  • Vefskráningarformi eða Facebook (sjá tengla neðst í frétt)
  • Með tölvupósti á ritari@lbhi.is
  • Í síma LbhÍ, 433 5000

Skráið ykkur eftir einni af þessum leiðum, það sem þarf að koma fram er:

  • Nafn þátttakenda og það hvort mæting sé áformuð á: 
    • A) fagfund sauðfjárræktarinnar
    • B) afmælisviðburð á Hesti fimmtudagskvöldið 21. mars 
    • C) afmælisráðstefnu á Hvanneyri föstudaginn 22. mars

Dagskrá viðburðanna má sá hér að neðan sem og tengil á skráningareyðublað. 

Sjá nánar:
Skráningarform viðburðanna
Viðburðirnir á facebook

/okg