Námskeiðin verða haldin sem hér segir:
22. mars á Hvanneyri í Vaði, Ásgarði - Lbhí.
29. mars á Selfossi, í fundarsal skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1.
30. mars á Hvolsvelli í Hvolsskóla.
31. mars á Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarskóla.
Öll námskeiðin eru frá kl. 13:00-17:00 og þurfa þátttakendur að koma með eigin tölvur.
Námskeiðin eru einkum ætluð sauðfjárbændum sem eru þátttakendur í skýrsluhaldi í sauðfjárrækt og hafi einhverja reynslu í færslu skýrsluhalds. Farið verður í helstu aðgerðir sem FJARVIS.IS býður upp á fyrir skýrsluhaldara m.a. skráningarþætti, gripaleit og skýrslur.
- Kennari: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur hjá RML.
- Námskeiðsgjald er kr. 15.000,-
- Unnt er að sækja um styrk úr starfsmenntasjóði Bændasamtaka Íslands á móti námskeiðsgjaldinu.
- Hámarksfjöldi þátttakenda á hverju námskeiði er 15.
- Staðfesta skal þátttöku til RML í síma 516-5000 eigi síðar en 18. mars.
Námskeiðið er á vegum RML og tölvudeildar Bændasamtaka Íslands.
RML og Bændasamtök Íslands áskilja sér þann rétt að fella niður námskeið ef næg þátttaka næst ekki.
eib/okg