Fjórar ARR kindur finnast til viðbótar í Vífilsdal

Í dag komu niðurstöður úr rúmlega helming ærstofnsins í Vífilsdal, sem voru aðallega eldri hluti ánna. Fundust þar fjórar ær sem bera ARR. Þær eru allar talsvert skildar og því kominn fram ákveðin vísbending um líklegar ættlínur. Næsta skref verður að fá greiningu á restina af hjörðinni í Vífilsdal (þ.e.a.s. þeim gripum sem ekki er þegar hægt að spá fyrir um arfgerð) og skoða tengda gripi í öðrum hjörðum.