Flýtileið í gripaleit í Huppu

Vakin er athygli á að búið er að setja inn flýtileið fyrir gripaleit inn í Huppu. Undir Huppu merkinu efst vinstra megin er nú kominn lítill gluggi þar sem hægt er að slá inn 4 stafa gripanúmer eða nafn á grip og þannig hoppa beint inn í upplýsingar um viðkomandi grip í stað þess að þurfa að fara inn í gripalistann í valmyndinni, finna gripinn og smella á hann þar til að opna gripaupplýsingarnar.

/okg