📅 15. janúar 2026
⏰ kl. 13:00–16:00
📍 Hvanneyri – Hvanneyrargata 3, 311 Borgarnes, fundarsalur 2. hæð.
🌐 Erindið er flutt á ensku
RML býður bændum á fræðslufund með dönskum sérfræðingi í fjósbyggingum og hönnun, þar sem farið verður yfir lykilatriði er varða rafmagnsöryggi í fjósum, flæði og atferli kúa.Tveir ráðunautar RML verða einnig með á fundinum.
⭐ Á fundinum verður fjallað um:
- Flökkustraum í fjósum – hvað hann er, hvaða áhrif hann hefur og hvernig má greina hann út frá atferli kúa
- Hvernig atferli kúa gefur til kynna möguleg rafmagnsvandamál
- Næstu skref til að greina og leysa úr vandamálum
- Flæði í fjósum og áhrif þess á hreyfingu, ró og hegðun kúa
Eftir erindið verður farið í Hvanneyrarfjós, þar sem sérfræðingurinn leiðir vettvangsskoðun:
👀 Athugun á atferli kúa
⚡ Yfirferð um hvort merki séu um mögulegt rafmagnsleka eða flökkustraum
❓ Tækifæri til spurninga og umræðu
☕ Veitingar: Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
👥 Fjöldatakmörkun: Hámarksfjöldi: 20 manns
💰 Verð
3.500 kr. á mann
Sjá nánar:
Skráning á fundinn
/okg