Fræðslufundur um erfðamengisúrval

RML stendur fyrir fræðslufundi um nýtt erfðamengisúrval og erfðamat mánudaginn 7. nóv. n.k. kl. 13.00. Fundurinn verður á Teams, sjá hlekk neðar. Á fundinum mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um og skýra hvað erfðamengisúrval og erfðamat er auk þess að skýra hvað þessi stóra breyting þýðir varðandi erfðaframframfarir. Guðmundur Jóhannesson fer yfir þær breytingar sem verða á kynbótaskipulaginu, hvernig staðið verður að vali nauta og nautsmæðra og framkvæmd ræktunarstarfsins með nýju skipulagi.

Tengill á fundinn:
Fræðslufundur um erfðamengisúrval í nautgriparækt