Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs. Einnig mætir á fundinn Jarle Reiersen dýralæknir hjá MS og ræðir um júgurbólgu og hvernig hægt er að fyrirbyggja hana.

Allir kúabændur í Vestur-Skaftafellssýslu og aðrir áhugasamir velkomnir.

jþr/okg