Fræðslufundur um kyngreint nautasæði

Biggi 24004 frá Flatey á sínum fyrstu dögum á Hesti. Mynd: NBÍ
Biggi 24004 frá Flatey á sínum fyrstu dögum á Hesti. Mynd: NBÍ

Föstudaginn 26. september n.k. verður haldinn fræðslufundur um kyngreint nautasæði á TEAMS. Fundurinn hefst kl. 11:00. Á fundinum mun Guðmundur Jóhannesson m.a. fara yfir niðurstöður tilraunarinnar sem gerð var með kyngreint sæði hérlendis s.l. vetur og hvaða atriði þarf að hafa í huga við notkun kyngreinds sæðis.

Við hvetjum kúabændur til þess að fylgjast með fundinum en nú þegar kyngreint sæði er komið í almenna notkun er mikilvægt að huga að þeim atriðum sem skipta hvað mestu máli við notkun þess.

Til þess að tengjast fundinum þarf að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Fræðslufundur um kyngreint nautasæði