Fyrsta vika miðsumarssýningarinnar á Hellu byrjar fyrr en áætlað var

Vegna stórmóts sem verður á Hellu dagana 17.-19. júlí er nauðsynlegt að byrja fyrstu viku miðsumarssýningarinnar þar strax á sunnudaginn 12. júlí í stað mánudagsins 13. júlí og enda með yfirlitssýninguna á fimmtudeginum 16. júlí. Við vonum að þetta komi ekki að sök en hollaröðun fyrir miðsumarssýningarnar á Hellu verður birt fljótlega hérna á vefnum.

 

þk/sk