Gamla gripaleitin aftur í loftið

Fyrir tveimur dögum síðan var sett í loftið ný gripaleit í Fjárvís. Fljótlega kom í ljós að nýja útgáfan virkaði ekki alveg nógu vel og ýmislegt sem vantaði í hana. Á meðan unnið er að því að laga og betrumbæta nýju gripaleitina hefur sú gamla verið sett í loftið á nýjan leik. Það verður þó aðeins tímabundið, eða að öllum líkindum fram í næstu viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

/okg