Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum

Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt.

Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.

Innifalið í Gimsteini er:

  • Undirbúningur ráðgjafa þar sem farið er yfir stöðu búsins í Fjárvís með tilliti til fjölda fjár, samsetningu hjarðarinnar og hvort arfgerðir gripa séu þekktar (1 klukkustund).
  • Fundur bónda og ráðgjafa. Í samráði við bóndann er ákveðið hvort fundurinn fari fram á netinu eða á starfsstöð RML. Miðað er við klukkustundar fund þar sem eftirfarandi hlutir eru ræddir:
    • Almenn fræðsla um kynbætur. Farið í nokkur grunnatriði s.s. erfðir, skyldleikarækt, erfðafjölbreytileika, markmið Landsáætlunar um útrýmingu riðuveiki og flokkun arfgerða með tilliti til næmi fyrir riðusmiti
    • Markmið búsins með tilliti til staðsetningar á landinu og flokkunar í landsáætlun
    • Sviðsmyndir skoðaðar fyrir viðkomandi bú þar sem horft er til mismunandi hraða innleiðingar, þörf fyrir arfgerðagreiningar og fleira

Kynningarverð: 22.000 kr + vsk. 

Sjá nánar:
Panta Gimstein

/okg