Gott framboð lambhrúta með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir

Riðuarfgerðargreiningar hafa gengið ákaflega vel í sumar hjá okkar samstarfsaðila, Íslenskri erfðagreiningu. Nú er nánast búið að greina öll sýni sem hafa borist í sumar og því að heita hreint borð í upphafi hausts. Framundan er næsta áhlaup en búast má við að talsvert komi inn af sýnum í haust þegar bændur fara að vinna í ásetningsvalinu.

Frá því 1. maí hafa verið greind um 57.000 sýni. Miðað við niðurstöður sem liggja fyrir í Fjárvís má ljóst vera að býsna gott úrval er til af lambhrútum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Til að mynda eru tæplega átta þúsund lambhrútar sem bera ARR genasamsætuna og þar af rúmlega fjögur hundruð sem eru arfhreinir ARR/ARR. Nánar um fjölda hrúta með mismuandi arfgerðir og hvernig fjöldi þeirra skiptist eftir varnarhólfum má skoða í meðfylgjandi tölfum.

/okg