Gripaleitin í Fjárvís

Við höfum nú opnað að nýju fyrir gömlu gripaleitina í Fjárvís. Bæði gamla leitin og sú nýja eru því virkar. 

Notendur geta valið hvort þeir noti gömul eða nýju leitina. Við vonum að þetta mælist vel fyrir nú í hauststörfunum þegar mikið álag er á forritinu og sauðfjárbændur í miklum önnum.

Allar ábendingar varðandi nýju gripaleitina má senda á fjarvis@rml.is

Á myndinni hér að neðan má sjá að undir hnappnum Yfirlit er hægt að velja Gamla gripaleitin eða Gripaleit sem er þá sú nýja sem margir hafa lent í vandræðum með.