Gulrófnabændur í kynnisferð til Noregs

Dagana 29. ágúst til 2. september fóru félagar í Félagi gulrófnabænda í kynnisferð til Þrándheims í Noregi. Helgi garðyrkjuráðunautur slóst með í för, ásamt Kari Årekål og Patrik Sjøberg, norskum ráðunautum sem aðstoðuðu við skipulagningu heimsóknarinnar. Töluverð grænmetisrækt er í Frosta og nágrenni og voru rófubændur á því svæði heimsóttir. Fjölmargt áhugavert bar fyrir augu og má þar nefna girðingar fyrir kálflugu, nýjar kæligeymlsur, pökkunarmiðstöð, búnað til raðhreinsunar og margt fleira.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af ferðafélögum í rófuakri. Kálflugugirðing í bakgrunni. 

hj/okg