Haustskýrsluskil

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk. Starfsfólk RML hefur útbúið leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur.

Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.

Þeir sem ekki hafa tök á að skila sínum haustskýrslum sjálfir, geta fengið til þess aðstoð hjá starfsfólki RML. Fyrir slíka þjónustu er innheimt samkvæmt verðskrá RML. 

Sjá nánar
Leiðbeiningar og nánari upplýsingar
Verðskrá RML

agg/okg