Haustskýrsluskil 2023 - leiðbeiningar um skil

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk. Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur.

Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.

Þeir sem ekki hafa tök á að skila sínum haustskýrslum sjálfir, geta fengið til þess aðstoð hjá starfsfólki RML. Fyrir slíka þjónustu er innheimt samkvæmt verðskrá RML.

Opnunartími á starfsstöðvum hjá RML er 08-16 virka daga nema föstudaga, þá er opið 08-12.
Síminn 516-5000 er opinn kl. 9-12 og kl 13-16 mánudaga til fimmtudaga og kl 9-12 á föstudögum.
Athugið að einnig er hægt að senda fyrirspurnir til okkar í gegnum netfangið rml@rml.is

Hér má nálgast nánari útskýringar hvernig skila eigi skýrslunni.

Verðskrá RML

/agg