23.-26. júní: Hlutverk graslendis í grænni framtíð - Ráðstefna á Akureyri

„Hlutverk graslendis í grænni framtíð“ er yfirskrift ráðstefnu í Hofi á Akureyri 23. - 26. júní 2013.

Ráðstefnan er á vegum samtaka Evrópskra graslendisfræðinga (EGF) sem halda slíkar ráðstefnur víða um Evrópu annað hvert ár. Markmið þeirra er að ná saman helstu graslendisfræðingum og ungum vísindamönnum í Evrópu og víðar til að miðla þekkingu, kynnast löndum og mynda tengsl milli landa og kynslóða.

Fyrir ráðstefnuna er gefið út vandað ritrýnt ráðstefnurit með u.þ.b. 160 greinum um það nýjasta sem er að gerast á vettvangi meginumfjöllunarefna ráðstefnunnar sem eru;

  1. Aukning vistskilvirkni í blönduðum landbúnaðarkerfum (Improving eco-efficiency in mixed farming systems)
  2. Graslendi sem uppspretta erfðafjölbreytni (Semi-natural grasslands as a source of genetic diversity)
  3. Graslendi og lífeldsneyti (Grasslands and biofuels)

Ráðstefna sem enginn búvísindamaður eða umhverfisfræðingur má missa af!

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningu

ib/okg