Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hefjast fljótlega en Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

  • Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt
  • Dómskalinn – þróun og betrumbætur
  • Nýjir vægistuðlar eiginleikanna
  • Málefni Félags hrossabænda

Eins og sjá má verður margt áhugavert tekið til umræðu.
Fundirnir verða haldnir um allt land, á eftirfarandi stöðum:

Dags. Staður Staðsetning Tími
20. febrúar, miðvikud. Akureyri Reiðhöllin, Akureyri Kl. 20:00
21. febrúar, fimmtud. Skagafjörður Tjarnarbær Kl. 20:00
22. febrúar, föstud. Vestur-Húnavatnssýsla   Gauksmýri Kl. 20:00
25. febrúar, mánud. Reykjavík Félagsheimili Fáks Kl. 20:00
27. febrúar, miðvikud.   Borgarnes Félagsheimili Borgfirðings   Kl. 20:30
1. mars, föstud. Höfn í Hornafirði Fornustekkar Kl. 20:00
2. mars, laugard. Austurland Iðavellir Kl. 14:00
4. mars, mánud. Suðurland Reiðhöllin Hellu Kl. 20:00

 

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.

þk/okg