Hrútadómar – reiknivél

Nú er líflegt í sveitum landsins við smalamennskur, réttir og líflambaval heima á búunum. Hrútar eru dæmdir og stigaðir eftir kúnstarinnar reglum og fjölmargt ástríðufólk um sauðfjárrækt reiknar heildarstigafjölda þeirra hratt - í huganum. Fyrir þá sem ekki hafa fengið þeirrar listar þá er hér aðgengilegt verkfæri; einföld reiknivél fyrir hrútadóma

Hjálmari Gíslasyni GRID-gagnameistara færum við bestu þakkir fyrir verkfærið en hann hefur m.a. áður smíðað GRID-útgáfu fyrir einkunnir kynbótahrossa

/okg