Hryssur og hestar með verðlaun fyrir afkvæmi 2021

Alls hlutu 8 hryssur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á árinu en til að hljóta verðlaunin þarf hryssan að eiga að lágmarki fimm dæmd afkvæmi og vera með 116 stig í kynbótamati fyrir aðaleinkunn eða aðaleinkunn án skeiðs. 
 
Hérna fyrir neðan er listi yfir þær hryssur sem náðu þessum merka áfanga á árinu, kynbótamat fyrir aðaleinkunn og aðaleinkunn án skeiðs. Röðun hryssna er eftir kynbótamati aðaleinkunnar, nokkrar hryssur eru jafnar að stigum en röðun þeirra fer þá eftir aukastöfum kynbótamatsins.

Eftirtaldir eru hestar sem hljóta viðurkenningu fyrir afkvæmi á haustráðstefnu Fagráðs í hrossarækt nk. sunnudag:

Heiðursverðlaun
IS2007186104 Sjóður frá Kirkjubæ 122 Kynbótamat aðaleinkunnar, 120 Kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs, 50 sýnd afkvæmi

​Fyrstu verðlaunahestar
​IS2009167169 Hringur frá Gunnarsstöðum 115 Kynbótamat aðaleinkunnar, 122 Kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs, 19 sýnd afkvæmi
IS2008187983 Hreyfill frá Vorsabæ 114 Kynbótamat aðaleinkunnar, 127 Kynbótamat aðaleinkunnar án skeiðs, 21 sýnd afkvæmi

/hh