Íblöndunarefni við votheysverkun

Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróffóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálparefnum.

Það eru skiptar skoðanir meðal bænda um gagnsemi af notkun íblöndunarefna. Sumir bændur leggja mikla áherslu á notkun íblöndunarefna og sjá sér hag í notkun þeirra, á meðan aðrir bændur telja sig ekki hafa haft hag af notkun þeirra. Ástæða þess að reynsla manna er svo ólík er einkum sú að það er samspil ólíkra þátta sem hefur áhrif á það hvernig tekst til við verkun gróffóðursins. Einhver dæmi eru um að bændur séu að nota íblöndunarefni í of þurru fóðri. Það er þegar þurrefni er komið yfir 55% þá verður ekki eiginleg votheysverkun í fóðrinu og því hefur íblöndunarefni takmörkuð áhrif á verkun og geymslu fóðursins.

Með notkun íblöndunarefna má bæta verkun og minnka fóðurtap. Íblöndunarefni stuðla að hraðari gerjun og ef vel tekst til þá geta íblöndunarefni aukið lystugleika fóðursins. Góðum árangri má ná án notkunar íblöndunarefna. En þá þarf líka að vanda verulega til verka og hafa þekkingu á því hvað þarf til að tryggja góða verkun.

Sjá nánar

Íblöndunarefni við votheysverkun 

bpb/okg