Innlestur og framsetning riðuarfgerða í Fjárvís

Á YouTube má nú finna myndband sem sýnir helstu breytingar á Fjárvís tengdar arfgerðargreiningum á príónpróteini gagnvart riðusmiti. Í myndbandinu er farið yfir forskráningu sýna ásamt því hvernig niðurstöður birtast og hvað litatákn á flöggum þýða. Eins eru verkfærin arfgerðaspá og valpörun kynnt.

Kennslumyndband - Innlestur og framsetning riðuarfgerða í Fjárvís