Jarðræktarforritið Jörð.is

Námskeið haldið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild LbhÍ. 

Námskeiðið er einkum ætlað bændum en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur þar sem sýnikennsla á forritið Jörð.is og raunveruleg dæmi verða í aðalhlutverki. Nemendum er frjálst að mæta með eigin fartölvur og fá um leið aðgang að neti, ekki er nauðsynlegt að mæta með fartölvu. 

Kennt verður á skýrsluhalds- og jarðræktarforritið Jörð.is. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér veforritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala.

Samkvæmt nýsamþykktum rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins er skýrsluhald í Jörð.is forsenda fyrir styrkjum vegna ræktunar og landgreiðslna. Það er því mjög mikilvægt að bændur þekki vel inn á forritið. 

Kennarar: Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason ráðunautar hjá RML.

  • Mán. 20. mars, kl. 13:00-17:00 í Félagsheimilinu Breiðabliki á Snæfellsnesi
  • Mán. 20. mars, kl. 13:00-17:00 á Reykhólum
  • Mið. 22. mars, kl. 13:00-17:00 hjá LbhÍ á Hvanneyri
  • Fim. 23. mars, kl. 13:00-17:00 á Borðeyri
  • Mán. 27. mars, kl. 13:00-17.00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi
  • Þri. 28. mars, kl. 13:00-17:00 á Búgarði á Akureyri
  • Mið. 29. mars, kl. 13:00-17:00 á Húsavík
  • Fim. 30. mars, kl. 13:00-17:00 á Sauðárkróki

Verð: 13.900 kr.

Minnum nemendur á starfsmenntasjóði eins og t.a.m. Starfsmenntasjóð bænda sem styrkir þá sem búa á lögbýlum um allt að 33.000kr á hverju ári.

Sjá nánar

Skráning á námskeiðið