Jarðræktarnámskeið í Eyjafirði 16. apríl

Jarðræktarnámskeið verður haldið í Eyjafirði þann 16. apríl (með fyrirvara um næga skráningu).

Dagskrá:

  • 10:00 -  Eiríkur Loftsson fjallar um áburð, bæði búfjáráburð og tilbúinn áburð og nýtingu hans
  • 10:20 - Sigtryggur Veigar Herbertsson fjallar um stillingu á áburðardreifurum notkun GPS og framtíðarhugleiðingar í jarðræktarmálum
  • 10:40 - Eiríkur Loftsson fjallar um sáningu
  • 11:00 - Haukur Þórðarson fjallar um plóga, stillingu og meðferð
  • 12:30 - Hádegismatur
  • 13:00 - Verkleg kennsla á plóga (vendi og teig)
  • 16:00 - Námskeiðslok

Verð til þáttakenda verður haldið í hófi eins og kostur er en ef miðað er við að 10 manns mæti kostar námskeiðið 28.000 á mann,  ef 20 mæta kostar námskeiðið 14.000 á mann. Félagsmenn BÍ eiga kost á allt að 18.000 niðurgreiðslu. Þannig að nú er um að gera að smala á námskeiðið.

Skráning á tölvupóstfangið sigtryggur@rml.is.

svh/okg