Könnun varðandi umfang arfgerðargreininga (m.t.t. næmi sauðfjár fyrir riðuveiki) í haust

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur nú fyrir könnun varðandi áform sauðfjárbænda um arfgerðargreiningar (m.t.t. næmi sauðfjár fyrir riðuveiki) í haust. Könnunin er örstutt en er mikilvæg vegna skipulagningar á framhaldi arfgerðagreininga fyrir þessum eiginleika. 

Könnunin hefur verið send á alla þátttakendur sem tóku þátt í arfgerðargreiningum síðastliðinn vetur en einnig leitum við eftir svörum frá öðrum sauðfjárbændum og það er okkar von að sauðfjárbændur verði duglegir að senda okkur svör hvort sem stefnt er á sýnatökur eða ekki. Könnunin verður opin til 11. júlí næstkomandi.

 Hér er tengill á könnunina: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=N99PLJZAhEqf23Zl60FW5FaHhmjW07ZJjNpxVj7s_bVUNlJYTkJJWlNWRDk0OUxIQVAxNlYwTUdDSi4u

 

ee&ghá