Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst.

Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10.

Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti  og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.

Námskeiðið hefst kl. 10:30 og stendur til ca kl. 17:00 – samtals 8 kennslustundir (45 mín hver).

Hádegisverður í mötuneyti skólans.

Námskeiðið uppfyllir kröfur Starfsmenntasjóðs BÍ og er styrkhæft skv. reglum sjóðsins.

Kúabændur eru hvattir til að skrá sig til þátttöku gegnum eyðublað (sjá tengil hér neðst í fréttinni) eða í síma 516 5037 (Oddný Kristín).

Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út á hádegi föstudaginn 31.mars 2017.

Fyrirspurnir og frekari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á Gunnar Guðmundsson í gegnum netfangið gg@rml.is.

Með von um góða þátttöku.

Sjá nánar

Skráning á námskeið í beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa

gg/okg