Kynbótahross á Fjórðungsmóti á Austurlandi

Fjórðungsmót verður haldið í Hornafirði í ár, nánar tiltekið á Fornustekkum, félagssvæði Hornfirðings, dagana 11. – 14. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Austurlandi, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum en einnig á suðurlandi vestur að Þjórsá eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er miðað við að 46 kynbótahross verði á mótinu (sjá töflu yfir fjölda í einstaka flokkum). Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Hérna fyrir neðan er listi yfir þau hross sem hafa unnið sér þátttökurétt á mótinu eins og staðan er núna en sýning er eftir á Akureyri sem lýkur á fimmtudaginn en þennan lista má finna á forsíðu WorldFengs. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir að láta vita fyrir 25. júní, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að senda e-mail á thk@rml.is eða hringja í síma 892-9690.

Fjöldi kynbótahrossa á FM 2019

Sýningarskrá fyrir Fjórðungsmót 2019

Stóðhestar 7 vetra og eldri
1) IS2008186002 Nói frá Stóra-Hofi
2) IS2008166207 Ljúfur frá Torfunesi
3) IS2011157299 Óskar frá Breiðstöðum
4) IS2011181811 Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 1
5) IS2012186708 Galdur frá Leirubakka

Stóðhestar 6 vetra
1) IS2013166214 Þór frá Torfunesi
2) IS2013181819 Sproti frá Þjóðólfshaga 1
3) IS2013186003 Þór frá Stóra-Hofi
4) IS2013186955 Bjarmi frá Litlu-Tungu 2
5) IS2013125097 Borgfjörð frá Morastöðum

Stóðhestar 5 vetra
1) IS2014186187 Heiður frá Eystra-Fróðholti
2) IS2014164066 Kastor frá Garðshorni á Þelamörk
3) IS2014157354 Skutull frá Hafsteinsstöðum
4) IS2014186681 Viðar frá Skeiðvöllum
5) IS2014184882 Bjartur frá Strandarhjáleigu
6) IS2014187570 Glanni frá Austurási
7) IS2014165652 Tangó frá Litla-Garði

Stóðhestar 4 vetra
1) IS2015164068 Leynir frá Garðshorni á Þelamörk
2) IS2015184975 Pensill frá Hvolsvelli
3) IS2015164066 Glundroði frá Garðshorni á Þelamörk
4) IS2015186132 Tollur frá Ármóti
5) IS2015165501 Hátindur frá Höskuldsstöðum

Hryssur 7 vetra og eldri
1) IS2011281415 Elja frá Sauðholti 2
2) IS2012266405 Hremmsa frá Álftagerði III
3) IS2012265395 Hylling frá Akureyri
4) IS2012265657 Vaka frá Árgerði
5) IS2006255442 Brúney frá Grafarkoti

Hryssur 6 vetra
1) IS2013265005 Evíta frá Litlu-Brekku
2) IS2013286733 Álfanótt frá Vöðlum
3) IS2013286822 Ísis frá Neðra-Seli
4) IS2013286753 Fura frá Árbæjarhjáleigu II
5) IS2013281803 Vera frá Haga
6) IS2013286198 Bylgja frá Eystra-Fróðholti
7) IS2013284877 Katla frá Strandarhjáleigu

Hryssur 5 vetra
1) IS2014284500 Suðurey frá Skíðbakka III
2) IS2014281385 Fríður frá Ásbrú
3) IS2014284877 Tíbrá frá Strandarhjáleigu
4) IS2014284012 Blíða frá Ytri-Skógum
5) IS2014201001 Kná frá Korpu
6) IS2014266018 Bríet frá Húsavík
7) IS2014286072 Telma frá Árbakka
8) IS2014284879 Ísöld frá Strandarhjáleigu
9) IS2014276421 Glóð frá Sléttu

Hryssur 4 vetra
1) IS2015277272 Líf frá Horni I
2) IS2015284874 Dagmar frá Hjarðartúni
3) IS2015286587 Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum 3
4) IS2015276019 Freydís frá Strönd

þk/okg